Stjórn

Skipan stjórnar NTÍ fer skv. 2. gr. laga nr. 55/1992 um Náttúruhamfaratryggingu Íslands.

Stjórn stofnunarinnar skipa fimm menn. Ráðherra skipar formann, þrír eru kosnir af Alþingi og einn er tilnefndur af Samtökum fjármálafyrirtækja fyrir hönd þeirra vátryggingafélaga sem innheimta iðgjöld fyrir NTÍ. Varamenn eru valdir á sama hátt og er stjórnin skipuð til fjögurra ára í senn.


Stjórn NTÍ frá 1. júlí 2019 - 30. júní 2023

Sigurður Kári Kristjánsson
formaður. Skipaður af fjármála- og efnahagsráðherra

Sigurður er fæddur 9. maí 1973 til heimilis í Reykjavík. Hann hefur gegnt hlutverki stjórnarformanns Náttúruhamfaratryggingar Íslands frá árinu 2015 og er skipaður af ráðherra. Hann hlaut málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi frá 1999 og fyrir Hæstarétti Íslands árið 2017. Sigurður Kári var lögmaður á lögmannsstofunni Lex frá árinu 1998 til 2003, en það ár var hann kjörinn til setu á Alþingi sem þingmaður Reykvíkinga. Frá árinu 2011 hefur Sigurður Kári verið sjálfstætt starfandi lögmaður og rekið lögmannsstofuna Lögmenn Lækjargötu í félagi við aðra. Sigurður Kári hefur setið í fjölmörgum stjórnum og nefndum á vegum stjórnvalda.
Jóna Björk Guðnadóttir 
tilnefnd af Samtökum fjármálafyrirtækja.

Hún er fædd 31. mars 1967 til heimilis í Reykjavík. Hún var varamaður í stjórn frá 2015-2019, en var skipuð í stjórn NTÍ eftir tilnefningu frá SFF árið 2019. Jóna Björk lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1994 og starfar sem yfirlögfræðingur Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF), en hún hefur starfað hjá SFF síðan 2008. Hún starfaði frá árinu 2006-2008 sem regluvörður Sparisjóðabanka Íslands. Frá 2001-2005 starfaði hún sem deildarstjóri í fjármálaráðuneytinu. Frá 1999 – 2000 starfaði hún sem framkvæmdastjóri Starfrækslunefndar gagnagrunns á heilbrigðissviði. Að loknu lagaprófi starfaði hún sem fulltrúi sýslumannsins í Keflavík. Jóna Björk hefur verið varamaður í stjórn Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta frá mars 2012, hún situr í laganefnd European Banking Federation (EBF) frá apríl 2008, ásamt því að sitja í fastanefnd fjármálaráðuneytis um innlent regluverk á sviði verðbréfaviðskipta og verðbréfasjóða frá 2014.


Lína Björg Tryggvadóttir
skipuð af Alþingi

Hún er fædd 17. júní 1971 til heimilis í Ísafjarðarbæ. Lína Björg var fyrst skipuð í stjórn NTÍ af Alþingi árið 2011 og var varaformaður stjórnar frá árinu 2015-2019. Lína Björg lauk B.S. prófi í viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri árið 2006 með áherslu á viðskiptalögfræði og stjórnun. Hún stundar nú fjarnám í M.sc. í opinberri stjórnsýslu við HÍ. Lína Björg vinnur sem verkefnastjóri hjá Vestfjarðastofu og hefur þar yfirumsjón með ýmsum verkefnum er lúta að uppbyggingu sveitarfélaganna níu. Hún var áður útibússtjóri Motus á Ísafirði (2006-2013) og þar áður innkaupastjóri í húsgagnadeild Pennans í Hallarmúla. Hún situr í skipulagsnefnd Ísafjarðarbæjar og var áður varaformaður umhverfisnefndar. Hún sat einnig í bæjarstjórn Ísafjarðar í fjögur ár. Einnig hefur hún unnið að viðskipta –og uppbyggingarverkefnum bæði á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar (Nordregio) og með öðrum sveitarfélögum á Íslandi.

Ragnar Þorgeirsson
skipaður af Alþingi

Hann er fæddur 23. janúar 1966, til heimilis í Reykjavík. Ragnar var fyrst skipaður í stjórn NTÍ af Alþingi árið 2015, auk þess er hann fulltrúi stjórnar í endurskoðunarnefnd. Ragnar lauk B.A. prófi í opinberri stjórnsýslu frá Háskólanum í Álaborg í Danmörku 1997 og meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum, með áherslu á „Private-Public-Partnership“, frá sama skóla árið 2000. Ragnar var stjórnarmaður, formaður endurskoðunarnefndar og síðar sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Þórshafnar og nágrennis ses. og útibússtjóri á Þórshöfn eftir sameiningu sparisjóða (2011-2015). Ragnar var framkvæmdastjóri rekstrar, hjá endurskoðunar- og ráðgjafafyrirtækinu PricewaterhouseCoopers ehf. (2005-2011). Einnig hefur hann sinnt lengri og skemmri viðskiptaþróunarverkefnum fyrir ýmis fyrirtæki. Ragnar er löggiltur fasteignasali og starfar á Heimili fasteignasölu auk þess sem hann stundar smábátaútgerð.

Steinar Harðarson
skipaður af Alþingi 

Hann er fæddur 8. apríl 1944, til heimilis í Reykjavík. Hann var í stjórn frá 2011-2015, varamaður frá 2015-2019 og var nú aftur skipaður í stjórn af Alþingi árið 2019. Steinar lauk sveinsprófi í bifreiðasmíði frá Iðnskólanum í Reykjavík 1964. Hann er véltæknifræðingur frá Polhems Tekniska skola, Gautaborg 1977. Hann starfaði sem svæðisstjóri hjá Vinnueftirliti ríkisins á árunum 1999-2014 og var forstöðumaður framkvæmdasviðs Þórshafnarhrepps 1993-1999. Hann hefur tekið þátt í alþjóðlegum verkefnum fyrir Vinnueftirlitið og setið í starfshópum á vegum þess. Steinar hefur setið í vinnuhópum um gerð reglugerða á vinnuverndarsviði Félagsmálaráðuneytisins. Steinar hefur viðurkenningu Vinnueftirlitsins sem þjónustuaðili í vinnuvernd og starfar nú sem sjálfstæður vinnuverndarráðgjafi hjá Vinnuvernd og forvörnum ehf.


Varamenn í stjórn NTÍ eru:

Sóley Ragnarsdóttir, varamaður Sigurðar Kára Kristjánssonar 

Hún er fædd 22. júlí 1965 til heimilis í Reykjavík. Hún er varamaður Sigurðar Kára Kristjánssonar. Sóley er með embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands. Hún hefur starfað í Fjármála- og efnahagsráðuneytinu frá árinu 2006 og starfar nú á skrifstofu fjármálamarkaðar þar sem hún sér meðal annars um málefni vátryggingamarkaðar. Sóley hefur haft aðkomu að allri lagasetningu á vátryggingamarkaði frá árinu 2014. Sóley hefur verið varamaður í úrskurðarnefnd í vátryggingarmálum frá árinu 2015. Áður starfaði Sóley hjá Þjóðskrá, Sýslumanninum í Reykjavík og á lögmannsstofu.


Margrét Arnheiður Jónsdóttir, varamaður Jónu Bjarkar Guðnadóttur

Hún er fædd 11. september 1978, til heimilis í Hafnarfirði. Hún er varamaður Jónu Bjarkar Guðnadóttur. Margrét Arnheiður útskrifaðist sem Cand. Jur frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2007 og lauk prófi í verðbréfamiðlun árið 2013. Margrét hefur reynslu af vátryggingastarfsemi og regluvörslu skv. lögum um verðbréfaviðskipti en hún starfaði sem lögfræðingur á skrifstofu forstjóra VÍS og við regluvörslu fyrir félagið frá árinu 2011 til ársins 2018. Margrét starfaði auk þess  við lögfræðistörf í stjórnsýslunni frá útskrift og þar til hún hóf störf fyrir VÍS 2011.


Tómas Ellert Tómasson, varamaður Línu Bjargar Tryggvadóttir

Hann er fæddur 20. nóvember 1970, til heimilis á Selfossi. Hann er varamaður Línu Bjargar Tryggvadóttur. Tómas Ellert útskrifaðist sem byggingatæknifræðingur frá Tækniskóla Íslands (HR) árið 2000 og byggingarverkfræðingur frá University of Washington, Seattle árið 2002. Tómas Ellert hefur sinnt verkefnastjórnunar-, ráðgjafa- og hönnunarstörfum um árabil og starfar nú fyrir SG-hús ehf og Eðalbyggingar ehf á Selfossi. Tómas Ellert er bæjarfulltrúi, varaformaður bæjarráðs og formaður Eigna- og veitunefndar í Svf. Árborg ásamt því að gegna ýmsum trúnaðarstörfum fyrir hönd sveitarfélagsins.

Silja Dögg Gunnarsdóttir, varamaður Ragnars Þorgeirssonar

Hún er fædd 16. desember 1973, til heimilis í Reykjanesbæ. Hún er varamaður Ragnars Þorgeirssonar. Silja er með MIB í alþjóðaviðskiptum frá Háskólanum á Bifröst, auk þess sem hún er með BA í sagnfræði frá HÍ. Frá árinu 2013 hefur Silja verið alþingismaður Framsóknarflokksins fyrir Suðurkjördæmi. Á árunum 2008-2013 starfaði hún sem skjalastjóri og aðstoðarmaður framkvæmdastjórnar hjá HS veitum.


Sigríður Gísladóttir, varamaður Steinars Harðarsonar

Hún er fædd 24. ágúst 1981, til heimilis á Ísafirði. Hún er varamaður Steinars Harðarsonar. Sigríður er dýralæknir (Cand.med.vet) frá Norges Veterinærhøgskole. Frá árinu 2012 hefur Sigríður verið sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun þar sem hún sinnir aðallega verkefnum á sviði fisksjúkdóma. Frá árinu 2016 hefur hún verið fulltrúi Íslands í norræna-baltneska dýralæknaviðbragðshópnum sem starfar á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar. Hún situr í hafnarstjórn Ísafjarðarbæjar og í stjórn Náttúrustofu Vestfjarða.