Starfsfólk

Stjórn NTÍ ræður framkvæmdastjóra. Framkvæmdastjóri er Hulda Ragnheiður Árnadóttir.  Hún lauk meistaragráðu í bankastjórnun, fjármálum og alþjóðaviðskiptum árið 2008. Hún lauk B.Sc. í viðskiptafræði árið 2004 og Diploma í opinberri stjórnsýslu og stjórnun árið 2001. Hulda hefur einnig Diploma í góðum stjórnarháttum frá Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti við Háskóla Íslands. Hulda starfaði áður við innri endurskoðun í Kaupþingi/Arion banka, tímabundið í afleysingum sem bæjarstjóri Blönduóssbæjar og framkvæmdastjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs Húsavíkurbæjar (nú Norðurþings).

Hjá NTÍ starfa einnig Jón Örvar Bjarnason sérfræðingur í tjóna- og áhættumati, Jónína Pálsdóttir bókari/þjónustufulltrúi og Tinna Hallbergsdóttir upplýsingatækni- og þjónustustjóri.

Hulda Ragnheiður Árnadóttir
framkvæmdastjóri

hulda@nti.is


Jón Örvar Bjarnason byggingarverkfræðingur

jon@nti.is

Jónína Pálsdóttir
Bókari/þjónustufulltrúi

jonina@nti.is

Tinna Hallbergsdóttir
Upplýsingatækni- og þjónustustjóri

tinna@nti.is