Tilkynning

Til að tilkynna tjón þarf að ýta á hnappinn efst í horninu hægra megin á síðunni þar sem stendur "Mínar síður". Gott er að vanda til við útfyllingu tjónstilkynningar, það dregur úr líkum á töfum og tvíverknaði síðar í ferlinu. Eftir að tilkynning er send í gegnum mínar síður berst hún rafrænt til þjónustufulltrúa hjá NTÍ sem koma málinu áfram til vinnslu. Ef ástæða er talin til frekari upplýsingaöflunar áður en tjónamat fer fram fær tilkynnandi bréf sem skýrir næstu skref í málinu.